Sítrónukrem (Lemon Curd)

 

Uppskrift:

 • 125 ml ferskur sítrónusafi
 • 2 msk ósaltað smjör
 • 3 stór egg
 • 1 stór eggjarauða
 • 1 1/4 dl sykur
 • 1/4 tsk vanilludropar
 • hnífsoddur af salti

 

Aðferð:

 1. Hitið saman sítrónusafa og smjör í potti yfir meðalhita, rétt þangað til fer að sjóða.
 2. Pískið saman egg og eggjarauðu í hitaþolinni skál, bætið svo sykrinum rólega saman við.
 3. Hellið sítrónublöndunni rólega saman við og pískið jafnóðum (hér er gott að eiga töfrasprota með písk eða handþeytara).
 4. Setjið allt saman aftur í pottin og á helluna við meðalhita. Hrærið stanslaust með viðarsleif þangað til blandan þykknar ca 2-5 mínútur.
 5. Blandan er til þegar hægt er að draga fingur með bakhlið sleifar og skilji eftir sig slóð.
 6. Sigtið blönduna í hreina skál, setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í ca 1-2 tíma áður en þið notið kremið.

Hægt er að gera þetta krem allt að 5 dögum fram í tímann, geyma í vel lokuðu íláti í ísskáp.

 

Uppskriftin er eftir Joanne Change, fengin af Fine Cooking.com

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment