Smjörkrem (hvítt)

UppskriftSmjörkrem

  • 100 gr smjörlíki*
  • 3 dl flórsykur
  • 1 msk eða meira vatn eftir þörfum
  • Bragðefni eftir smekk, t.d. vanillu, jarðaberja, piparmyntu o.s.frv.

* Best að hafa það við stofuhita. Einnig má hafa þetta smjör fyrir þá sem það kjósa. Fyrir Franskar makkarónur finnst mér mjög gott að hafa 50% ósaltað smjör á móti 50% smjörlíki.

Aðferð:

  1. Hrærið saman mjúkt smjörlíki og flórsykur og bætið vanilludropununm út í
  2. Hrærið þangað til kremið er vel loftkennt og hvítt (gæti tekið 5-10 mínútur eftir hrærivélum og stærð uppskriftar)
  3. Sé kremið of stíft má bæta vatni eða mjólk þangað til það er orðið nógu mjúkt, 1 msk í einu

 

Þetta krem hentar vel þeim sem eru með mjólkuróþol ef eingöngu notað smjörlíki og vatn til að mýkja það.

 

 

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment