Súkkulaði Ganache smjörkrem

Súkkulaðiganache smjörkrem

Uppskrift:

  • 90 gr 70% súkkulaði (frá Nóa Síríus)
  • 65 ml rjómi
  • 125 gr ósaltað smjör
  • 250 gr flórsykur
  • 1/2 tsk Madagascar vanilludropar

 

Aðferð

  1. Hitið rjóman að suðu (froða myndast við jaðarinn) og hellið yfir súkkulaðið
  2. Leyfið að standa í um 30 sekúndur blandið svo vel saman þangað til slétt og fínt. Leggið til hliðar og leyfið að kólna.
  3. Hrærið á meðan smjörið, vanilludropana og flórsykurinn.
  4. Blandið súkkulaðibráðinni saman við smjörkremið með hrærivél. Þegar þetta er vel blandað slétt og fínt er kremið tilbúið.

 

Smellið hér fyrir uppskrift af einstaklega góðum súkkulaðibotnum sem passa vel saman við.

 

Hér getið þið séð myndir af ferlinu og dæmi um brúðartertu.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment