Súkkulaði ganache

Einfalt og fljótlegt súkkulaðiganache til að setja á milli tertubotna:

  • 200 gr 56% súkkulaði
  • 100 ml rjómi

Aðferð:

  1. Brytjið súkkulaðið smátt
  2. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið
  3. Leyfið blöndunni að standa óhreyfðri í lágmark 5 mínútur, jafnvel 10 mínútur.
  4. Hrærið saman þangað til blandan verður silkimjúk með gljáandi áferð.

Magn af rjóma og súkkulaði er breytilegt eftir því hvort um er að ræða ljóst eða dökkt súkkulaði og hversu stíft þið viljið hafa súkkulaðiblönduna. Betra að hafa örlítið meiri rjóma fyrir blönduna sem fer á milli botnanna og minna fyrir það sem fer í að setja utanum tertuna.

Print Friendly, PDF & Email