Súkkulaði smjörkrem

 

Uppskrift

  • 100 gr smjörlíki*
  • 3 dl flórsykur
  • 2 msk kakó, t.d. Kakó frá Nóa Síríus
  • 1 stk eggjarauða (má sleppa og setja 1-2 msk mjólk í staðin til að hafa það mýkra)
  • (1 msk vatn) eftir þörfum
  • Vanilludropar

* Einnig má hafa þetta smjör fyrir þá sem það kjósa.

Aðferð:

  1. Hrærið saman mjúkt smjörlíki og flórsykur og bætið vanilludropununm út í
  2. Bætið kakói og eggjarauðu saman við
  3. Hrærið þangað til kremið er vel loftkennt og öll hráefni hafa blandast vel saman.

 

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment