Súkkulaðimús

Uppskrift

  • 4 eggjarauður
  • 1/4 bolli sykur
  • 2 bollar suðusúkkulaði
  • 1/4 bolli smjörlíki (eða smjör)
  • 1 og 1/4 bolli rjómi
  • 1 tsk vanilludropar
Ég vona að þið getið nýtt ykkur þó uppskriftin er í bollum. Ég nota svo margar þannig uppskriftir að ég endaði á að fá mér amerískt mál svo ég þyrfti ekki alltaf að breyta yfir í grömm o.þ.h.
Hér eru gagnlegar upplýsingar þegar þarf að breyta málum í uppskriftum.

Aðferð

  1. Þeytið eggjarauður og sykur vel saman svo úr verði létt og ljóst krem og leggið til hliðar.
  2. Bræðið smjörlíki og súkkulaði saman í hitaþolinni skál yfir vatnsbaði eða örbylgjuofni.
  3. Hellið eggjahrærunni og 1/4 bolla af rjómanum út í, blandið vel saman og leyfið að kólna við stofuhita.
  4. Þeytið restina af rjómanum og vanilludropunum saman blandið svo súkkulaðiblöndunni saman við. Þá eruð þið komin með þessa dýrindis mús.

 

Ég hef notað þessa töluvert í ameríska tertu sem nefnist Ice box Cake.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment