Bananmuffins með súkkulaðikremi

Uppskriftin gerir 12 stk:Banana muffins

 • 120 gr hveiti (hægt að nota spelt eða heilhveiti í staðin)
 • 140 gr sykur
 • 1 msk lyftiduft
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk engifer
 • hnífsoddur salt
 • 80 gr ósaltað smjör við stofuhita
 • 120 ml mjólk
 • 2 egg
 • 1 þroskaður banani*

*Ég held að það sé hægt að leika sér heilmikið með þessa uppskrift, t.d. skipta út bönunum fyrir epli. Bæta við smá súkkulaðibitum, rólo, karamellukurli eða öðru gómsætu sem ykkur dettur hug.

 

Aðferð:

 1. Hitið ofnin í 170°C
 2. Blandið saman þurrefnunum ásamt smjöri í hrærivél og hrærið saman á litlum hraða þangað til blandan er lík sandi.
 3. Hellið mjólkinni varlega í blönduna og hrærið þangað til allt er vel blandað saman.
 4. Bætið eggjunum út í og munið að skafa meðfram hliðum gerist þess þörf.
 5. Setjið stappaðan bananann út í síðast og blandið saman við með sleif.
 6. Setjið í muffins mót og bakið í 20 mínútur eða þangað til gullnar að lit og heldur lögun þegar snert léttilega.
 7. Leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á.

 

Súkkulaðikrem og skreyting:

 •  300 gr flórsykur
 • 100 gr ósaltað smjör við stofuhita
 • 40 gr kakó, t.d. Cadbury´s
 • 3 msk mjólk
 • 40 gr rifið súkkulaði (til að skreyta ofan á – má sleppa)

 

Aðferð:

 1. Hrærið saman smjör, flórsykur og kakó á meðalhrað og blandið vel saman.
 2. Hægið á snúningnum og bætið við mjólkinni, smávegis í einu.
 3. Hrærið allt saman á miklum hraða í allt að 5 mínútur. Eftir því sem þið hrærið lengur því léttara og ljósara verður kremið (extra creamy ef svo má segja).

 

Skerið svo niður smá súkkulaði með ostahníf  og skreytið eða eftir eigin hugmyndarflugi.

Lesa færslu.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment