Pekanhnetumuffins

UppskriftKaramellu pekan

 • 125 gr smjör, mjúkt
 • 125 gr púðursykur
 • 2 stk egg
 • 150 gr hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk matarsódi
 • smá salt
 • 1 tsk vanilludropar (má sleppa)
 • 100 gr (1 poki) pekan hnetur, gróf saxaðar
 • Karamellusósa*

*Líka hægt að kaupa út í búð.

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C
 2. Setjið öll hráefnin, nema pekan hneturunar í skál og hrærið þangað til blandað en ekki ofhræra.
 3. Setjið um 3/4 af söxuðu pekan hnetunum í deigið og blandið saman með sleif. Setjið deigið í 12 muffins form og bakið í um 20 mínútur eða þangað til þær eru nokkuð þettar viðkomu.
 4. Hellið smá karamellu sósu yfir kökurnar þegar þær eru komnar úr ofninum og búnar að standa á grind í ca 5 mínútur. Stráið svo restinni af hnetunum yfir kökurnar. Gott er að bera þær fram volgar með volgri karamellusósu en þær smakkast alveg jafn vel kaldar. Ég bakaði þessar daginn áður en setti karamellusósuna á daginn sem ég bar þær fram.*
Ég setti restina af karamellunni í könnu og gátu þá þeir sem vildu fengið sér aðeins meiri karamellusósu með 😉
Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment