Skvízukökur, 12 stk
- 150 gr smjörlíki, mjúkt
- 150 gr sykur
- 170 gr hveiti*
- 1/2 tsk matarsódi
- 1/2 tsk lyftiduft
- 1/4 tsk salt
- 3-4 msk Royal Karamellubúðingsduft
- 2 msk mjólk
- 3 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 100gr (1pk) Pipp Karamellu frá Nóa Síríus
Leiðbeiningar:
Setjið öll hráefnin í skál og hrærið þangað til allt er blandað saman, ca 1-2 mínútur í hrærivél. Setjið smávegis af deigi í 12 muffins form, setjið einn bita af Pipp bita í hvert form og setjið svo afganginn af deginu yfir í hvert form. Bakið í miðjum ofni í ca 25 mínútur við 180°C.
Krem og skraut
- 2 dl rjómi
- 1 msk vanillusykur eða 1-2 msk Royal Vanillubúðingsduft (gerir kremið þéttara og stendur lengur á borði)
- 1 askja fersk jarðarber,
- 50-75 gr Nóa Síríus suðusúkkulaði
Byrjið á að bræða súkkulaðið og fletjið það út í þunnt lag á smjörpappír og leyfið því að kólna. Saxið jarðarberin í smá bita. Þeytið svo rjómann og blandið vanillusykrinum/búðingsduftinu saman við. Sprautið ofan á kökurnar og skreytið með ferskum skornum jarðarberjum og brotnum súkkulaðiflekum.
[related_posts]