Stafamuffins (12 stk)

Stafamuffins (12 stk):

 • 125 gr smjörlíki (mjúkt)
 • 125 gr sykurStafamuffins
 • 2 egg
 • 145 gr hveiti
 • 1/4 tsk matarsódi
 • 1 og 1/4 tsk lyftiduft
 • hnífsoddur salt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 50 gr hvítir súkkulaðidropar

Skreyting:

 • 50 gr hvítir súkkulaðidropar
 • 200 gr af fondant (sykurmassa)
Öllum hráefnum nema súkkulaðinu skellt saman og hrært í ca 1-2 mínútur. Svo er súkkulaðinu skellt út og sett í formin. Gerir 12 kökur.
Bakist við 180°C í 20 mínútur eða þegar orðnar nokkuð stinnar. Best er að kæla þær á kökugrind.
Stafirnir geta verið skornir út meðan á bakstrinum stendur svo þeir fái að stífna. Súkkulaðið er brætt, sett um það bil ein teskeið á hverja köku og stafirnir settir yfir. Það gæti þurft að pensla stafina með vatni eða sykurmassa lími svo þeir renni ekki af hvor öðrum.
Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment