Vanillu muffins (12 stk)

Vanillu muffins (12 stk)Vanillumuffins með Jarðarberjum

 • 150 gr smjör/smjörlíki
 • 150 gr sykur
 • 170 gr hveiti*
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk salt
 • 3 egg
 • 1 tsk vanilludropar
*skv. uppskriftinni á þetta að vera 175 gr af sjálfrísandi hveiti en ég aðlagaði hana miðað við venjulegt hveiti
Leiðbeiningar:
Öllu saman skellt í skál og hrært þangað til deigið er orðið vel kremað, tók mig 2-3 mín. Skiptu deginu í 12 form og inn í ofn á 180°C í ca 20 mín eða þangað til þær hafa lyft sér og eru örlítið stífar þegar komið er við þær.
Jarðaberjaskreyting
 • 300 gr jarðarber
 • 150 ml rjómi
 • 2 tsk sykur
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 4 msk rifsberjahlaup
 • 1 msk vatn

Þeyttu rjómann ásamt sykri og vanilludropum þangað til það myndast lausir toppar. Fylltu holurnar vel og þrýstu aðeins niður með teskeið. Raðaðu jarðarberjunum á.

Hitaðu rifsberjahlaupið með vatninu í potti og penslaðu því yfir þegar það er bráðið. Best er að geyma kökurnar í kæli áður en þær eru bornar fram.

 

[related_posts]

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment