Fjölbreyttir maregnstoppar

Uppskrift:

  • 3 stk eggjahvítur / 1 dl
  • 150 gr sykur
  • Bragðefni eftir smekk, t.d. vanilludropar eða piparmyntudropar
  • Litir eftir smekk

Aðferð:

  1. Ofninn hitaður í 110°C á blæstri
  2. Eggjahvíttur þeyttar þar til stífar.
  3. Sykri blandað saman, lítið í einu þangað til stífir toppar myndast. Ef topparnir eiga að bera lit og bragð skal gera það hér nema um mynstur sé að ræða, þá skal geyma það til síðar.
  4. Þegar allt er stíft skal setja í poka með viðeigandi sprautustút,.t.d stjörnu eða opinn hringlaga.
  5. Sprautið munnstærðarbitum á plötu (r) og bakið í ca 30-40 mínútur í miðjum ofni.

 

Fyrir þá sem vilja gera í anda „candy cane“ skal þeyta allt með piparmyntudropum, ca ½ tsk. Setjið hringlaga stút í sprautupoka, þrjár rendur af rauðum matarlit dregnar eftir pokanum að innan og að lokum setja hvítann maregnsinn varlega í. Sprautið á plötuna og reynið að snúa til að fá einkennandi snúning.

Print Friendly, PDF & Email

Leave your comment