Fondant og gum paste

Sykurmassi (fondant) – gerir um 1 kgSykurmassi - Kökudagbókin

 • 280 gr sykurpúðar (t.d. super BBQ sem fást í Bónus)
 • ca 1000-1200 gr flórsykur (getur verið meira eða minna)
 • 3-4 msk vatn (fer svolítið eftir hvaða púðar eru notaðir)
 • Matarlitur að eigin vali ef massinn á að vera litaður
 • Bragðefni ef massinn á ekki eingöngu að vera með sykurpúðabragði
 • (palmínfeiti fyrir þá sem það kjósa)

Sykurmassi (fondant) sem gerir um 0,5 kg

 • 170 gr sykurpúðar
 • ca 500-750 gr flórsykur
 • 2-3 msk vatn
 • Matarlitir og bragðefni að eigin vali
 • (palmínfeiti fyrir þá sem það kjósa)

Tól og tæki sem þarf til:
 • Örbylgjuofn
 • Hitaþolin skál (úr plasti eða gleri)
 • Hrærivél með hnoðara (eða gaffall)
 • Sigti fyrir þá sem vilja sigta flórsykurinn

Leiðbeiningar:

 1. Byrjið á að setja sykurpúðana í skál (smurða palmínfeiti fyrir þá sem það kjósa) ásamt vatni og hitið í 30 sekúndur og hrærið í á milli með gaffli. Þetta ferli tekur um 2,5 mínútu (mismunandi eftir örbylgjuofnum).
 2. Hér setjið þið matarlitinn út í ef þið viljið lita allann massann og hrærið vel í með gafflinum.
 3. Aðferð a) Setjið ca helminginn af flórsykrinum í hrærivélaskálina (smurða með palmínfeiti fyrir þá sem það kjósa), hellið massanum út í og nánast öllum flórsykrinum yfir og leyfið vélinni að vinna degið með hnoðaranum eins og þið væruð að hræra þykkt brauðdeig. Þetta ferli tekur stuttan tíma (ca 2-3 mín) og passið að verði ekki of mikið álag á hrærivélina. Mér skylst að einhverjir hafi brætt úr vélunum sínum og því getur handaðferðin hentað betur.
  Aðferð b) Sigtið hluta af flórsykrinum yfir  skálina með bræddu sykurpúðunum og hrærið í með gafflinum. Gerið þetta þangað til ykkur finnst þetta of stíft með gaffli, skellið á borðið og hnoðið restina af flórsykrinum í.
 4. Skellið deiginu á borðið og hnoðið þangað til massinn er ekki lengur of klístraður og ekki of linur. Svona eins og þéttur og góður leir :)
 5. Hnoðið saman í eina eða tvær lengjur, þekjið með palmínfeiti, skellið plastfilmu yfir og í poka sem bundið er vel fyrir og setjið í ísskápinn. Mér finnst best að kæla hann aðeins áður en ég vinn með hann.

Ef ykkur finnst massinn of stífur þegar þið takið hann úr ísskápnum getið þið hitað hann aðeins í örbylgjunni, en passið að hita stutt og oftar heldur en of lengi því þá getur hann ofhitnað og þið brennt ykkur því sykurinn verður mjög heitur.

Þið takið eftir að það er hægt að fara misjafnar leiðir, t.d. nota hrærivél til að auðvelda vinnuna eða hnoða hann allann í höndunum. Einnig er hægt að nota palmínfeitina á allt yfirborð sem sykurpúðarnir koma við en það er smekksatriði hvort það sé nauðsynlegt eða ekki (að mínu mati!).

_______________________________________________________

Sykurmassalím

 • 1 tsk tylose duft
 • 2 msk af volgu vatni
 • lítil skál eða annað ílát

Setjið duftið út í vatnið og leyfið því að leysast upp á ca 2-4 klukkustundum. Ef það er of þykkt má alltaf þynna það aðeins út með vatni.

Still working on a translation

Print Friendly, PDF & Email

12 replies added

 1. Pingback: 40 ára afmælisterta með golf þema |

  […] og fyllingarKökur og kökubotnarCupcakesÝmiskonar góðgætiSykurmassi og gum pasteSælgætiFAQMyndirKrakkakökurStór tilefniKökuskrautÞemakökurSkírnar- […]

  Reply
 2. Pingback: Pakkakaka | Kökudagbókin

  […] er bara setja hann utanum kökuna. Ég notaði sykurmassalím undir borðann svo hann myndi ekki renna […]

  Reply

Leave your comment