Helgarblað Morgunblaðsins kom út núna í morgun og má þar finna stutt viðtal við mig ásamt nýjasta verkefni mínu, Makkarónuturn. Ég er að vinna í að setja saman leiðbeiningarnar fyrir turngerðinni, t.d. hversu margar makkarónur þarf í einn lítinn turn, hvernig þeim er raðað og svo framvegis. Þangað til langar mig að sýna ykkur skjámynd af greininni sem birtist í blaðinu en ég hvet ykkur eindregið til að kíkja í hlutann “Matur og drykkir” til að lesa viðtalið í heild sinni.
— Eva —