Kæru lesendur,
Það hefur verið mikið að gera hjá mér að undanförnu og síðan aðeins setið á hakanum sem mér þykir einstaklega leiðinlegt. Það hefur þó ekki vantað verkefnin það er víst.
Nýjasta verkefnið var fyrir Arca Design en það er verslun sem selur allskonar vörur, þar á meðal GEÐVEIKA kökudiska, úr plexígleri. Ég er nú ekki með góða mynd af verkinu en vonandi kemur hún inn á heimasíðuna þeirra eða Facebook síðuna. Í staðin lauma ég hér inn einni mynd af kökudisk frá þeim. Ég tek fram að myndin er fengin af heimasíðu þeirra.
Svo voru nokkur afmæli í fjölskyldunni í september og aðrir viðburðir. Ég gerði eina frekar vorlega blómaköku fyrir litlu systir mína, golfkúlu með litlum kylfara, eina bleika með fitness þema og gerði svo aftur girnilega bollakökurnar sem ég birti mynd af síðast, þessar með fersku jarðarberjunum og stjörnusúkkulaði fyrir þá sem ekki muna. Uppskriftina má finna undir “Cupcakes“, en kökurnar voru nefndar “skvízukökur” 🙂
Hérna er blómakakan sem ég gerði, var frekar sumarleg enda var svo gott veður í byrjun september. Ég notaði patchwork blómaskera til að gera blómin og laufblöðin.
Hérna sést svo bleika kakan með fitness þema, ég notaði munsturmottu fyrir áferðina á kökunni, bleikan electric air brush lit og svo gum paste í hlutina, spjaldið með skilaboðunum og stjörnupinnana.
Hér sést svo fyllingin, ljósir svampbotnar, jarðarberjarjómi og fersk jarðarber 🙂
Svo verð ég að leyfa þessari nærmynd að fylgja með. Fleiri myndir eru einnig inn á myndasíðunni undir “þema kökur”.
Nú að lokum þá er búið að festa dag fyrir næsta hitting fyrir þá sem hafa áhuga á kökugerð, kökuskreytingum og vilja hitta aðra og ræða málin 🙂
Verslunin Allt í köku mun hýsa okkur að þessu sinni og verður hittingurinn milli 19:00-21:00, fimmtudaginn 20. október. Vonandi komast sem flestir og hlakka ég til að sjá ykkur. Nánari upplýsingar eru að finna á viðburðinum á Facebook, t.d. upplýsingar um þema kvöldsins.
Annars er nóg að gera um helgina enda á ég von á fjölskyldunni í kaffi og nokkur skemmtileg kökuverkefni framundan. Ef það er eitthvað sem þið mynduð vilja sjá eða fá einhverjar uppskriftir, endilega látið mig vita!